Firmakeppnin hafin
Sunnudagur, 3. apríl 2016
Í dag fór fram fyrsta umferđ Firmakeppni Skákfélags Akureyrar. 11 keppendur á öllum aldri mćttu til leiks, allt frá ţaulvönum meisturum til efnilegra nýliđa. Hver keppandi dró nafn fyrirtćkis og keppti fyrir hönd ţess. Óhćtt er ađ segja ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson hafi gengiđ hreint til verks og sópađ ađ sér vinningum. Hann keppti fyrir Ţrif og rćstivörur og hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum. Áskell Örn Kárason sigldi fleyi sínu í örugga höfn og lenti í 2. sćti. Hann tefldi fyrir Hafnarsamlag Norđlendinga. Í 3. sćti var Sigurđur Arnarson. Hann var svellkaldur í sínum skákum og sennilega ekki alveg nógu heitur til ađ sigra í dag. Hann keppti fyrir Frost.
Mikla athygli vakti hversu vel hinn ungi Fannar Breki Kárason stóđ sig. Reynsluleysi kom í veg fyrir ađ hann fengi fleiri vinninga ađ ţessu sinni en framtíđ hans er björt. Hann fylgdist vel međ öđrum skákum og safnađi í reynslubankann. Hann tefldi fyrir Landsbankann.
Úrslit urđu sem hér segir:
Ţrif og rćstivörur (Jón Kristinn Ţorgeirsson) 9 vinningar
Hafnarsamlag Norđlendinga (Áskell Örn Kárason) 7, 5 vinningar
Frost (Sigurđur Arnarson) 7 vinningar.
Norđlenska (Ólafur Kristjánsson) 6,5 vinningar
Arionbanki (Símon Ţórhallsson) 6,5 vinningar
Íslensk verđbréf (Sigurđur Eiríksson) 5 vinningar
BSO (Smári Ólafsson) 4,5 vinningar
Íslandsbanik (Haraldur Haraldsson) 4,5 vinningar
Dekkjahöllin (Haki Jóhannesson) 2 vinningar
Landsbanki (Fannar Breki Kárason) 1 vinningur
Kaffibrennslan (Jón Magnússon) 1 vinningur
Nćsta undankeppni fer fram á ţriđjudaginn og viđ hvetjum alla skákmenn til ađ mćta.
Viđ fćrum ţeim fyrirtćkjum sem taka ţátt okkar bestu ţakkir.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.