Fischer skylduleikir

Í dag fór fram skylduleikjamót í snjónum. Haraldur Haraldsson hafði veg og vanda af mótinu. Hann valdi nokkur meistarastykki frá Fischer og sýndi fyrstu leikina og síðan voru stöðurnar tefldar. Eftir hverja umferð fór Haraldur yfir snilldina og kom í ljós að hugmyndaauðgi meistarans var heldur meira en Skákfélagsmanna. Þó þótti einum ónefndum að það væri ekkert að marka því andstæðingar Fischers hafi verið svo lélegir.

Því miður mættu aðeins 5 keppendur til leiks í ófærðinni. Tefld var tvöföld umferð, allir við alla og umhugsunartíminn var 5+3 á hverja skák.
úrslit urðu sem hér segir:
Sigurður Arnarson varð efstur með 6,5 vinningar af 8 mögulegum og tapaði aðeins einni skák. Það var gegn Sveinbirni Sigurðssyni sem á sama afmælisdag og meistarinn.

Í 2. sæti varð Haraldur Haraldsson með 6 vinninga

  1. sæti Símon Þórhallsson 3,5
  2. Sveinbjörn Sigurðsson 3 vinninga (sennilega verið óheppnari með andstæðinga en Bobby)
  3. Karl Egill Steingrímsson 1 vinningur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband