Íslandsmót skákfélaga um helgina!
Fimmtudagur, 24. september 2015
Nú er en og aftur komiđ ađ ţeirri stórhátíđ skákmanna sem er Íslandsmót skákfélaga (öđru nafni deildó). Eins og oft áđur er teflt í Rimaskóla í Reykjavík. Í ţetta sinn eigum viđ tvćr sveitir í fyrstu deild og ţćr hefja báđar keppni í kvöld kl. 19.30. Ţví eru nokkrir keppendur ađ leggja af stađ í hádeginu til Reykjavíkur; ađrir eru ţegar komnir suđur. Í fyrstu umferđ teflir a-sveitin viđ a-sveit Hugins, sem líklega er međ sterkasta liđiđ í keppninni nú; en b-sveitin teflir viđ b-sveit Taflfélags Reykjavíkur. Innbyrđis viđureign SA-sveitana verđur svo í annarri umferđ.
Félagiđ sendir svo c-sveit til keppni í 3. deild og ţar hefst taflmennskan kl. 20 annađ kvöld, föstudag. Fariđ verđur af stađ frá Skákheimilinu kl. 12 á morgun.
Ţví miđur náđist ekki saman liđ til ađ tefla í 4. deild í ţetta sinn. D-sveitin kemur vonandi sterk inn strax á nćsta ári.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.