Tölfræði
Sunnudagur, 15. mars 2015
Þegar gengi skákmanna er metið á opnum mótum er eðlilegt að líta til a.m.k. fjögra þátta.
- Vinningafjölda, enda sigrar sá sem fær flesta vinninga.
- Árangur mældur í skákstigum
- Stigabreytingar
- Stöðu miðað við styrkleikalista fyrir mót.
Nú verður árangur okkar manna skoðaður út frá þessu eftir 6 umferðir
- Fjöldi vinninga.
Þegar öllu er á botnin hvolft er það fjöldi vinninga sem skiptir máli. Þó er það þannig að andstæðingarnir eru misjafnlega sterkir þannig að fjöldi vinninga segir ekki alla söguna. Eftir því sem líður á mótið skipta vinningarnir meira máli.
Efstur okkar manna á þessum lista er Símon Þórhallsson með 4 vinninga af 6 mögulegum. Efstu menn mótsins eru með 5,5 vinninga svo Símon er ekki langt á eftir þeim. Fast á hæla honum koma Áskell Örn, Mikael, Stefán og Jón Kristinn með 3,5 vinninga. Haraldur, Jón Kristinsson og Gylfi hafa 3 vinninga en aðrir færri.
- Árangur mældur í skákstigum.
Tölvurnar á Chess-result eru svo elskulegar að reikna út árangurinn miðað við stig andstæðingana. Þetta er kallað Performance rating á ensku. Þarna eru þeir efstir sem náð hafa hvað bestum árangri miðað við stigafjölda andstæðinganna. Þetta má skoða út frá stigafjölda eða bera stigafjöldann saman við stig viðkomandi.
Ef við skoðum árangurinn eingöngu út frá stigum er niðurstaðan þessi:
Jón Kristinn 2325
Símon 2280
Áskell Örn 2262
Mikael Jóhann 2260
Jón Kristinsson 2166
Stefán Bergsson 2162
Ef við berum saman frammistöðustigin og stig viðkomandi skákmanna (performance rating - international rating) er niðurstaða efstu manna þessi:
Símon (2280-2009) 271 stig
Jón Kristinn 148 stig
Mikael 122 stig
Stefán 99 stig
Eftir hverja skák reikna tölvurnar stigabreytingar. Þeir sem eru í framför bæta að jafnaði við sig stigum en hinir missa stig. Breytingarnar eru háðar stigafjölda andstæðinganna en hann þarf ekki að gefa rétta mynd af styrkleika þeirra. Eins og vænta má eru ungu mennirnir í mestri framför og bæta því flestum stigum við sig.
Símon 77,2
Jón Kristinn 47,2
Mikael 16,4
Stefán 14
- Staða miðað við styrkleikalista.
Í upphafi mótsins er keppendum raðað eftir styrkleika. Listinn ræður niðurröðun í fyrstu umferð. Þeir sem eru í hvað mestri framför eru oftast ofar en listinn segir til um. Eftir því sem menn eru ofar á listanum þeim mun erfiðara er að skora hátt. Eins og vænta má eru það ungu og efnilegu mennirnir sem skora hæst á þessum lista.
Símon 92 sætum ofar
Stefán 49 sætum ofar
Mikael 26 sætum ofar
Jón Kristinn 21 sæti ofar
Að lokum skal þess getið að í dag verður opið hús hjá Skákfélaginu þar sem fylgst verður með 7. umferð.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.