Símon efstur norđanmanna
Laugardagur, 14. mars 2015
Í dag fór fram 6. umferđ Opna Reykjarvíkurmótsins. Enginn okkar manna var í beinni útsendingu. Úrslitin pkkar manna og konu urđu sem hér segir:
Gylfi Ţórhallsson (2084) stýrđi hvítu mönnunum gegn enska FIDE-meistaranum Daníel L. Bibsy (2321) og tapađi. Hann hefur 3 vinninga en hefur tapađ 16,4 skákstigum.
Stefán Bergsson (2063) hafđi hvítt gegn Ţjóđverjanum Philipp Hitzler (2315) og gerđu ţeir jafntefli. Stefán er nú međ 3,5 vinninga og hefur bćtt viđ sig 14 skákstigum
Símon Ţórhallsson (2063) var međ hvítt gegn FIDE-meistara ađ nafni Stig Tjomsland (2300) frá Noregi. Símon gerđi sér lítiđ fyrir og vann. Fréttaritari man ekki eftir ađ Símon hafi áđur sigrađ titilhafa í kappskák og er sérstök ástćđa til ađ óska honum til hamingju međ ţađ. Símon hefur flesta vinninga Skákfélagsmanna eđa 4 og hefur grćtt 77,2 stig fyrir árangurinn.
Áskell Örn Kárason (2274) stýrđi svörtu mönnunum og skellti Spánverja ađ nafni Lopes Jaime Martines (2044). Áskell er núna međ 3,5 vinninga og 1,4 skákstig í sarpinum.
Jón Kristinsson (2251) stjórnađi Hvíta hernum gegn Englendingi ađ nafni Matthew Lunn (2034). Niđurstađan varđ jafntefli. Jón hefur 3 vinninga og hefur tapađ 12,4 stigum.
Haraldur Haraldsson (1984) handlék hvítu mennina gegn norska FIDE-meistaranum Richard Bjerke (2180) og gerđu ţeir jafntefli. Halli hefur ţrjá vinninga og hefur tapađ einu skákstigi.
Jón Kristinn Ţorgeirsson (2177) stýrđi svörtu mönnunum gegn hinum sćnska Peter Korning (1944). Jokkó vann og hefur 3,5 vinninga. Árangur hans í mótinu samsvarar 2325 skákstigum og hefur hann hćkkađ um 47,2 skákstig.
Mikael Jóhann Karlsson (2138) hafđi hvítt. Hann mćtti Ţjóđverjanum Gerd Densing (1903) og var snöggur ađ ljúka sinni skák međ sigri eftir ađ sá ţýski lék illa af sér. Hann er nú međ 3,5 vinninga og 16,4 skákstig í gróđa.
Ulker Gasanova (1645) heldur áfram ađ mćta Norđurlandabúum. Núna hafđi hún svart gegn Norđmanni ađ nafni Jon Olav Fivelstad (1929) sem bar sigurorđ af Ulker. Hún hefur 2 vinninga og hefur tađađ tćpu skákstigi.
Ţór Már Valtýsson (1974) hafđi svart gegn landa sínum Heimi Páli Ragnarssyni (1497) og vann. Ţór hefur 2,5 vinninga og hefur tapađ 14 skákstigum.
Karl Egill Steingrímsson (1720) gerđi jafntefli viđ hinn vel ćttađa Pál Ţórsson (1634) međ hvítu mönnunum. Kalli hefur 2 vinninga og hefur tapađ 21,4 stigum.
Óskar Long Einarsson (1574) var međ svart gegn Joshua Davíđssyni (1216) og sigrađi. Hann hefur tvo vinninga en hefur tapađ tveimur skákstigum.
Á morgun munum viđ fylgjast međ beinni útsendingu í Skákheimilinu.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.