Skákþing Akureyrar hefst 18. janúar
Laugardagur, 27. desember 2014
Skákþing Akureyrar - það 77. í röðinni hefst sunnudaginn 18. janúar. Fyrirhugað er að tefla sjö umferðir á mótinu - sex sunnudaga í röð og og verður lokaumferðin þann 22. febrúar. Auk þess verður teflt einn fimmtudag - 19. febrúar.
Fyrirhugað er að mótið verði riðlaskipt, 8 stigahæstu í a-riðli, aðrir keppendur í b-riðli.
Auglýsing um mótið hangir upp í Skákheimilinu. Skráning er í netfangið askell@simnet.is.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.