Skylduleikjamót
Fimmtudagur, 27. nóvember 2014
Enn er teflt í Skákheimilinu eins og títt er á fimmtudagskvöldum. Í þetta sinn verður langþráð skylduleikjamót á boðstólum. Haraldur Haraldsson, vert og stýrimaður með meiru - Akureyrarmeistari 2012 mun velja upphafsstöðurnar í þeim sjö umferðum sem tefldar verða. Við reiknum þeð því að hann eigi á handraðanum magnaðar stöður úr skákum gengina meistara jafnt og núlifandi. Það verður allavega spennandi að sjá hvað verður í boði.
Taflmennskan hefst kl. 20 að vanda. Að líkindum verða klukkurnar stilltar á 5-3, þ.e. fimm mínútur á skákina, auk þess sem 3 sekúndur bætast við fyrir hvern leik.
Allir skynsamir og góðviljaðir skákmenn eru velkomnir og hinir líka (ef þeir sitja á strák sínum).
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.