Strandbergsmótiđ

Í dag lauk Strandbergsmótinu, Íslandsmót eldri skákmanna. Keppt var í 2 flokkum og áttum viđ SA menn keppendur í báđum flokkum og stóđu ţeir sig allir vel.

Í flokk 50 ára og eldri voru 9 keppendur og áttum viđ ţar einn fulltrúa. Sigurvegari mótsins varđ Guđmundur Gíslason en okkar mađur, Gylfi Ţórhallsson endađ í 4. sćti međ 5,5 vinninga.

Í flokki 65 ára og eldri voru 22 keppendur og áttum viđ ţar ţrjá keppendur. Sigurvegar mótsins varđ Björgvin Víglundsson. Efstur okkar manna varđ Ţór Valtýsson međ 5,5 vinninga. Hann endađi í 3. sćti. Jafn marga vinninga hlaut Karl Egill Steingrímsson og endađi hann í 6. sćti. Ţriđji keppandi Skákfélagsins í ţessum flokk hlaut hálfum vinningi minna og endađi í 9. sćti. Ţađ var sjálfur Sveinbjörn Sigurđsson.

Skákfélagiđ óskar öllum ţessum görpum til hamingju međ árangurinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband