Ferðalangar unnu forgjafarmótið!
Sunnudagur, 9. nóvember 2014
Á meðan Jón okkar Kristinn var að verja Íslandsmeistaratitil sinni í flokki 15 ára og yngri og Magnús litli Carlsen lagði Anand að velli í Sotsjí austur, sátu tíu skákskörungar að tafli í Skákheimilinu. Tímaforgjöf var gefin þegar meiru en 200 stigum munaði á keppendum, enn meiri þegar fór yfir 300 stig og mest þegar murinn var 400 stig eða meira. í þeim tilvikum mátti sá stigahærri láta sér 2 mínútur nægja gegn 8 mínútum andstæðingsins. Er skemmt frá því að segja að í þeim þremur skákum sem svo miklu munaði vann sá sem hafði tvær mínútur ávallt. Rennir þetta stoðum undir þá kenningu að því lengri tíma sem menn eru að því að taka ákvarðanir, þeim mun vitlausari verði þær.
Annars var keppnin afar jöfn og hörð og úrslit réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. Og réðust þó ekki að öllu leyti, því tveir urðu efstir og jafnir. Eiga þeir það báðir sameiginlegt að vera miklir ferðalangar - annar nýkominn heim úr hálfgerðri heimsreisu, alla leið frá Svartahafsströndum og hinn eftir mörghundruð kílómetra akstur um götur Akureyrarbæjar í gærkveldi og nótt. Aðrir höfðu ferðast minna, nema ef vera skyldi gamall félagi og formaður, kominn alla leið úr Reykjavík. Heildarúrslitin:
Símon Þórhallsson | 6½ |
Smári Ólafsson | 6½ |
Áskell Örn Kárason | 5½ |
Þór Valtýsson | 5½ |
Andri Freyr Björgvinsson | 5½ |
Sigurður Eiríksson | 4 |
Sigurður Arnarson | 3½ |
Haraldur Haraldsson | 3 |
Sveinbjörn Sigurðsson | 3 |
Karl Egill Steingrímsson | 2 |
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.