Jón Kristinn náđi Símoni!

20140504_172042Eins og ráđ var fyrir gert áttust viđ nú í nćstsíđustu umferđ haustmótsins ungmennin Jokko og Símon. Dugđi ţeim síđarnefnda jafntefli til ađ fara langleiđina ađ sigri á mótinu. Sá fyrrnefndi ţurfti hinsvegar nauđsynleg á sigri ađ halda. Og ađ sjálfsögđu fengum viđ alveg klassíska úrslitaskák. Jón hafđi hvítt og blés snemma til sóknar, en Símon fór međ löndum.  Kannski fór hann of varlega, ţví ţegar andstćđingurinn gat fórnađ tveimur mönnum fyrir hrók og sóknarsénsa var Simonovic kominn međ bakiđ uup ađ vegg. Endatafl međ ţremur léttum gegn hrók og biskupi reyndist honum erfitt, enda var hann tveimur peđum undir og ţurfti ađ glíma viđ andstyggilegt frípeđá b-línunni. Jón reyndist hafa tćknina á hreinu og ţjarmađi smátt og smátt ađ svörtum, sem gafst upp í 57. leik.  Mjög góđ skák - eiginlega hjá báđum.

Af öđrum skákum er ţađ ađ segja ađ Sigurđur A náđi međ nokkrum naumindum jafntefli gegn Kristjani hinum sćnska og Andri Freyr vann Karl - en sú skák var reyndar tefld ţegar á fimmtudagskvöld.   Ađ ţessu sögđu má sjá ađ ţeir kumpánar Jón og Símon eru nú efstir međ 5,5 vinninga í sjö skákum og hafa lokiđ sínum. Magister Sigurđur A hefur 4,5 vinninga og getur náđ piltunum međ sigri í síđustu skákinni, sem hann mun heyja viđ nafna sinn E á morgun. Ţá lýkur mótinu međ ţremur skákum; auk ţeirra nafna mun Kristjan tefla viđ Andra og Karl viđ Harald.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband