Uppskeruhátíđ og allt!

Í dag lauk formlega vetrarstarfi skákfélagsins međ veglegri uppskeruhátíđ.  Fyrst var efnt til

VORMÓTS fyrir yngri kynslóđina. Ţar voru keppendur 12 talsins, tefldar sjö umferđir:

jokko_1-2014_1235748.jpg1. Jón Kristinn Ţorgeirsson      7

2. Símon Ţórhallsson               6

3. Andri Freyr Björgvinsson      5

4. Gabríel Freyr Björnsson       4

5-6. Benedikt Stefánsson og 

Roman Darri Stevensson Bos 3,5

champions.jpgŢvínćst var VERĐLAUNAAFHENDING fyrir mót vormisseris. Ţar hirti Akureyrarmeistarinn, Jón Kristinn Ţorgeirsson flest verđlaun; hann vann nýjársmótiđ, Skákţing Akureyrar, bćđi í flokki fullorđinna og unglinga, varđ skólaskákmeistari, vann bikarmótiđ og páskrahrađskákmótiđ og hirti verđlaunin fyrir TM-mótaröđina. Ţá stýrđi hann Kćlismiđjunni Frost til sigurs í firmakeppninni. Eru ţá ótalin verđlaun hans á utanfélagsmótum.    Ađrir fengu mun fćrri verđlaun en greinilegt ađ meistarar framtíđarinnar eru ţess albúnir ađ hirđa verđlaun sem ţá bjóđast. Svo fékk Auđunn Elfar Ţórarinsson verđlaun fyrir besta ástundun á ćfingum á almennum flokki og voru ţó margir sem mćttu vel og drengilega í vetur. 

Eins og alkunna er verđa menn svangir rétt áđur en verđlaunaafhending hefst og ţví bauđ Sprettur-inn upp á pizzu. Ţćr brögđuđust vel. 

huguroghond.jpgAđ ţessu loknu hófst árleg keppni um Akureyrarmeistaratitilinn í hugur og hönd. Ţar vann öruggan sigur tvímenniđ Andriver Frísak sem vann allar sínar viđureignir.

Međan á ţeirri keppni stóđ tefldu ţrír ađdáendur bandaríska drykkjavöruframleiđandans Coca-cola um sigurverđlaun í móti sem viđ hann er kennt. Á Coca-cola mótinu á fimmtudaginn urđu ţeir Smári Ólafsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Áskell Örn Kárason efstir og jafnir međ 9 vinninga af 12.   kok_1235747.pngNú var teflt til ţrautar. Tvöföld umferđ var á úrslitamótin og tefldu ţví allir fjórar skákir. Nú bar svo viđ ađ fyrrverandi Coke Zero meistari félagsins Áskell Örn Kárason bar sigur úr býtum en ţeir Smári og Jokko deildu međ sér öđru sćtinu.   

Fóru svo allir heim til sín sćmilega sáttir og saddir. Nú tekur viđ sumardagskrá sem verđur međ rólegra yfirbragđi en vetrardagskráin. Hún verđur auglýst á nćstu dögum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband