Coca-cola mótið á morgun, fimmtudag
Miðvikudagur, 21. maí 2014
Nú er vorilmur í lofti og vetrardagskrá Skákfélagsins á síðustu metrunum. Að lokini velheppnaðri frimakeppni er nú komið að hefðbundnu vormóti, sem kennt er við hinn mikla höfðingja Cola frá Coke. Þessi mót hafa jafnan verið vel skipuð og skemmtileg. Núverandi meistari er Jón Kristinn Þorgeirsson og hefur heyrst að hann ætli sér að verja titilinn, en víst er að hart verður að honum sótt.
Við hefjum taflið kl. 20 að venju.
Á sunnudag sláum við svo botninn í magnaða keppnistíð með UPPSKERUHÁTÍÐ. Meira um hana seinna.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.