Jón Kristinn páskameistari

Núorđiđ lýkur fáum skákmótum hér á Akureyri án ţess ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson, alias Jokko, beri ţar sigur úr býtum.   Vann hann bćđi mótin sem fram fóru um páskahátíđina. Á skírdag og föstudaginn langa var telft hiđ árlega bikarmót. Ţađ er útsláttarkeppni ţar sem menn fallla út eftir ţrjú töp, teflsar atskákir. Jón missti ađeins niđur hálfan vinning í mótinu.  Lengst stóđ í honum Haraldur Haraldsson, sem varđ annar, en ţriđji varđ Óskar Long Einarsson.

Á páskahrađskákmótinu sem teflt var annan páskadag mćttu 11 keppendur. Ţar vann Jón enn, fékk 9 vinninga, hálfum meira en Sigurđur Eiríksson, sem reyndar var í forystu fram ađ síđustu umferđ.  Ţriđji varđ svo Áskell Örn Kárason međ 7 1/2 vinning.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband