Fimmtudagur, 27. mars 2014

Eins og títt er á fimmtudagskvöldum verður nú telfd hraðskák TM-syrpunni, sjötta lota af átta. Talfið hefst kl. 20 og engin von til annars en baráttan verði bæði hörð og skemmtileg. Að venju er það hið harðsnúna ungmenni Jón Kristinn Þorgeirsson sem hefur forystuna í syprunni með 43 vinninga. Í humátt á eftir honum koma svo hinir grimmúðlegu skákjöfrar Rúnar Sigurpálsson og Sigurður Arnarson. Aðrir standa þessum nokkuð að baki, en í kvöld gefst tækifæri á að bæta þar úr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.