Sigurđur einn efstur á Skákţinginu

2014_s_a_011.jpgÍ kvöld fór fram 4. umferđ Skákţings Akureyrar. Allar skákirnar voru frá 32 til 38 leikir. Fyrstir til ađ ljúka sinni skák voru Símon Ţórhallsson og Tómas Veigar. Hafđi Símon hvítt og upp kom kóngindversk vörn. Tómas fór í vafasamt drottningaflan og át eitrađ peđ í 17. leik. Viđ ţađ lokađist drottningin inni og varđ hann ađ gefa hana fyrir hrók. Úrvinnslan var fumlaus hjá Símoni og gafst Tómas upp í 32. leik.

Í skák Andra og Sigurđar var ţung undiralda. Andri lék ónákvćmt í seinni hluta miđtaflsins og ţađ nýtti Sigurđur sér vel. Peđastađa Andra var viđkvćm og ţau tóku ađ falla hvert á fćtur öđru uns Andri gafst upp í 38. leik.

Hjörleifur hafđi hvítt gegn Jóni og tefldu ţeir lokađa afbrigđiđ af Sikileyjavörn. Hjörleifur tefldi nokkuđ passíft og nýtti Jón sér ţađ vel. Hann skipti upp á virku mönnum hvíts og bćtti stöđu sína jafnt og ţétt. Ađ lokum reiddi hann hátt til höggs og hvíta stađan hrundi.  Hvítur gafst upp í 36. leik. Mjög vel teflt hjá Jóni.

Í skák Rúnars og Haraldar kom einnig upp lokađa afbrigđi Sikileyjavarnar eđa kóngindversk árás. Svartur náđi frumkvćđinu og tefldi stíft til vinnings en Rúnar stóđst atlöguna vel og ţeir sćttust á skiptan hlut í 37. leik.

Skák Loga og Jakobs var í jafnvćgi allan tímann. Ţeir sömdu jafntefli í 37. leik ţegar sýnt ţótti ađ hvorugur kćmist neitt áfram.

Eftir úrslit dagsins leiđir Sigurđur Eiríksson mótiđ međ fullt hús stiga og hálfan vinning í forskot á Jón Kristinn og Harald.

Chess-results

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband