Dagur eldri mannanna

gamli.jpgÞriðja umferð Skákþings Akureyrar 2014 fór fram í dag. Úrslit urðu þau að Sigurður vann nýskipaðan skógarvörð á Norðurlandi Rúnar Ísleifsson eftir grófan afleik þess síðarnefnda. Þá þegar hafði hann reyndar slæma stöðu. Haraldur sigraði Loga nokkuð sannfærandi . Hjörleifur sigraði Símon einnig sannfærandi eftir ónákvæmni þess síðarnefnda. Mikil spenna var í skemmtilegri skák Jakobs og Tómasar. Svo fór að lokum að Jakob, sem hélt upp á afmæli sitt í dag með því að bjóða upp á köku og konfekt, lék af sér í tímahrakinu og tapaði. Síðastir til að ljúka sinni skák voru Jón Kristinn og Andri. Þar teygði Jón sig býsna langt til sigurs en Andri varðist af kappi. Í lokinn teygði Jón sig of langt í tímahraki og fékk tapað tafl. Þá bauð hann jafntefli sem Andri þáði.

Staða efstu manna eftir þrjár umferðir eru þeir Sigurður og Haraldur með fullt hús vinninga.

Chess-results


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband