76. Skákþing Akureyrar hafið!

haukur jonssonÍ dag hófst taflið um skákmeistaratitil Akureyrar í 76. sinn. Tíu skákkempur eru skráðar til leiks í þeirri orrustu.

Mótið hófst með einnar mínútu þögn vegna fráfalls  Hauks Jónssonar frá Dunhaga, en Haukur var jarðsettur í gær. Hann var um áratugaskeið virkur í starfi Skákfélagsins og tefldi á síðu síðasta móti á Skákþingi Akureyrar árið 2011.

Svo voru tefldar fjórar skákir, en einni frestað um sólarhring eða svo.  Þessi úrslit fengust:

Andri Freyr Björgvinsson-Símon Þórhallsson  jafntefli

Jón Kristinn Þorgeirsson-Logi Rúnar Jónsson   1-0

Sigurður Eiríksson-Tómas Veigar Sigurðarson   1-0

Haraldur Haraldsson-Jakob Sævar Sigurðsson  1-0

Frestað var skák þeirra Hjörleifs Halldórssonar og Rúnars Ísleifssonar.

Önnur umferð mótsins verður háð nk. fimmtudag 16. janúar og hefst kl.18. 

Sjá nánar á Chess-results.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband