Opið hús
Þriðjudagur, 19. nóvember 2013
Fimmtudaginn 21. nóvember stóð til að halda stórmerkilegan, fræðandi og skemmtilegan skákfyrirlestur í salarkynnum Skákfélagsins. Því miður getur ekki orðið að því og er fyrirlestrinum frestað um óákveðinn tíma. Þess í stað verður opið hús frá klukkan 20.00 þar sem allir geta mætt og leitt saman hesta sína og riddara. Líklegt er að slegið verði upp hraðskákkeppni en það verður ákveðið á staðnum.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.