Jón á kunnuglegum slóðum
Föstudagur, 15. nóvember 2013

Í Gær fór fram 5. umferð Mótaraðarinnar. Nýkrýndur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki, Jón Kristinn Þorgeirsson, sigraði mótið og jók forskot sitt á sína helstu keppinauta, Áskel og Sigurð A. þar sem hvorugur þeirra átti heimangengt. Áskell er að tefla á heimsmeistaramóti öldunga og stendur sig vel en Sigurður er að jafna sig eftir hálskirtlatöku og stendur sig illa.
Í gær mættu 7 keppendur og tefld var tvöföld umferð, allir við alla. Því voru 12 vinningar í pottinum. Mótið var nokkuð jafnt eins og sjá má á úrslitunum sem eru hér að neðan.
1. Jón Kristinn 9,5 v
2. Sigurður E 8,0 v
3. Símon 7,5 v
4-5 Smári og Hjörleifur 5,0 v
6. Logi 4,0 v
7. Sveinbjörn 3,0 v
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.