Loftur kominn heim!

loftur.jpgLoftur Baldvinsson (1703) hefur gengiđ á ný í Skákfélagiđ,  úr Gođanum-Mátum. Loftur er af fjölmennri kynslóđ skákmanna frá Akureyri sem fengu sitt skákuppeldi í Ţingvallastrćti 18, gamla félagsheimilli Skákfélagsins. Sem unglingur tefldi hann međ sterkum skáksveitum Gagnfrćđaskóla Akureyrar sem voru ćtíđ ofarlega á Íslandsmóti grunnskólasveita, en ţjálfari ţeirra var Ţór Valtýsson. Eins og gengur tók Loftur sér langt hlé frá opinberri taflmennsku en hefur veriđ ţó nokkuđ virkur ađ undanförnu og vakti glćsilegur sigur hans á Braga Ţorfinnssyni á Íslandsmótinu gríđarlega athygli.

Skákfélag Akureyrar býđur Loft hjartanlega velkominn í félagiđ. Mun Loftur tefla međ Skákfélaginu í kvöld í Hrađskákkeppni taflfélaga gegn Briddsfjelaginu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband