VÍS vann þriðja riðil firmakeppninnar
Sunnudagur, 5. maí 2013
Smári Ólafsson er til alls VÍS, sérstaklega þegar kemur að manntafli. Sem fulltrúi tryggingafélagsins góðkunna vann hann sigur í þriðja undanrásariðli firmakeppni SA í dag. Helsti keppinautur VÍS í þetta sinn var, eins og á tryggingamarkaðnum alla daga, TM, sem tefldi í þetta sinn fram Áskatli Erni Kárasyni. Gæðakokkarnir á Krua Siam höfnuðu svo í þriðja sæti og hafði Sigurður Eiríksson orð fyrir þeim. Heildarúrslit sem hér segir:
VÍS (Smári Ólafsson) | 12 |
TM (Áskell Örn Kárason) | 11½ |
Krua Siam (Sigurður Eiríksson) | 8½ |
KPMG (Hjörleifur Halldórsson) | 8 |
Efling Sjúkraþjálfun (Sveinbj. Sigurðsson) | 7 |
Vífilfell (Haki Jóhannesson) | 6½ |
Kjarnafæði (Karl Steingrímsson) | 2 |
Verkfræðist.Norðurl. (Atli Benediktsson) | ½ |
Nú fer að styttast í úrslitin í keppninni. Þessi 9 fyrirtæki hafa nú unnið sér sæti í úrslitakeppninni, sem áætlað er að verði háð 16. maí nk.:
- Brimborg
- Norðurorka
- Kristjánsbakarí
- Gullsmiðir S&P
- Heimilistæki
- Kaffibrennslan
- VÍS
- TM
- Krua Siam
Síðasti undanrásariðill verður svo háður nk. fimmtudagskvöld kl. 20.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.