Spenna og óvćnt úrslit hjá grunnskólanemendum

Í gćr fór fram Kjördćmamót, eđa Umdćmamót eins og fariđ er ađ kalla ţau, fyrir Norđurland eystra. Mótiđ er liđur í landskeppninni í skólaskák. Keppt var ađ Laugum og stjórnađi Hermann gođi mótinu í samrćmi viđ titilinn. Umhugsunartími var 15 mín á skák og keppt var í tveimur flokkum, eldri og yngri. Í eldri flokki eru nemendur í 8.-10. bekk.

Félagar úr Skákfélagi Akureyrar voru áberandi a mótinu.

Í yngri flokki sigrađi Óliver Ísak, sem er í 5. bekk. Hann hlaut 4,5 af 5 vinningum. Er ţetta vel af sér vikiđ hjá hinum unga Óliver.

Í eldri flokki má segja ađ úrslitaskákin hafi veriđ tefld strax í 2. umferđ. Ţá áttust viđ bekkjarbrćđurnir og vinirnir Jón Kristinn, margfaldur Íslandsmeistari, og Símon Ţórhallsson. Símon hafđi hvítt í skákinni og náđi ađ vinna biskup Jóns í endataflinu fyrir peđ. Jón er hugmyndaríkur skákmađur og fann leiđ til ađ skipta upp peđunum ţannig ađ Símon gćti ekki vakiđ upp drottningu og ţar međ unniđ. Símon féll í gildruna og upp kom frćđilegt jafntefli. Í tímahrakinu lék Jón af sér og kom ekki kóngi sínum á réttan reit svo Símon sigrađi í skákinni.

Símon sigrađi međ fullu húsi, 4 vinninga af 4 mögulegum en Jón varđ annar, vinningi á eftir. Ţađ er ţví ekki endilega víst ađ Íslandsmeistarinn Jón komist í úrslitakeppnina. Reglurnar mćla reyndar fyrir ađ stigahćstu menn ţeirra sem ekki vinna sér rétt til ţátttöku komist í úrslitakeppnina og ţar gćti opnast gluggi fyrir Jón og vonandi einnig fyrir Andra Frey Björgvinsson.

 

Lokastađan í eldri flokki.

1. Símon Ţórhallsson          4  af 4
2. Jón Kristinn Ţorgeirsson  3
3. Hlynur Snćr Viđarsson   1,5
4. Benedikt Stefánsson       1
5. Bjarni Jón Kristjánsson    0,5

Lokastađan í yngri flokki:

1. Óliver Ísak                                4,5 af 5
2. Sćvar Gylfason                         4
3. Guđmundur Aron Guđmundsson  3,5
4. Ari Rúnar Gunnarsson                 2
5. Helgi James Ţórarinsson              1
6. Elvar Gođi Yngvason                   0


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband