Klukkufjöltefli Helga Ólafssonar
Laugardagur, 6. apríl 2013
Grossmeister Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands er nú í heimsókn hjá okkur Skákfélagsmönnum og er með æfingar fyrir unglinga í framhaldsflokki um helgina. Eins og í fyrri heimsóknum Helga verður efnt til klukkufjölteflis við skákfélagsmenn. Þar er þó aðeins rúm fyrir 10 keppendur, í hæsta lagi 12. Þegar eru a.m.k. 5 sæti tekin.
Fjölteflið hefst kl. 13 á morgun, sunnudag. Þeir sem áhuga hafa á að tefla við Helga ættu að hafa samband við formann félagsins í síma 897-8055 eða netfangið askell@simnet.is, hið fyrsta. Fyrir þá sem ekki fá sæti við fjölteflisborðið verður húsið okkar auðvitað opið á morgun og hægt að taka eina bröndótta eða efna til móts ef nægilega margir eru til þess.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.