Brögðóttir skákmenn

picture_013_1194007.jpg

Í dag fór fram skylduleikjamót hjá Skákfélagi Akureyrar. Að þessu sinni voru tefldar stöður úr ýmsum þekktum gambítum eða brögðum þar sem annar keppandinn fórnar peði í byrjuninni fyrir einhvern ávinning, svo sem skjótari liðskipan eða öflugt peðamiðborð. Fyrir hverja umferð var dregið um hvaða bragð yrði fyrir valinu og síðan voru tefldar tvær skákir þannig að keppendur tefldu stöðurnar bæði með hvítu og svörtu. Níu keppendur mættu til leiks og því voru tefldar  níu upphafsstöður og hver keppandi tefldi 16 skákir. Gambítarnir eða brögðin hafa allir nöfn og stöðurnar sem tefldar voru koma upp eftir  Blumenfeldbragð, Vaganianbragð, Albin gagnbragð, Blackmar-Diemerbragð, Budapestarbragð, Evansbragð, Smith-Morabragð, Danskt eða Norrænt bragð og Lithaugabragð.

Brögðóttastur Skákfélagsmanna reyndist vera formaðurinn sjálfur, Áskell Örn Kárason. Hann hlaut 15 vinninga af 16 mögulegum og sigraði örugglega. Í öðru sæti varð Sigurður Arnarson með 12 vinninga en Sigurður Eiríksson og Haki Jóhannesson komu næstir með 11 vinninga hvor. Þar á eftir kom afmælisbarn gærdagsins, hinn síungi Sveinbjörn Sigurðsson með 8 vinning og Símon Þórhallsson hlaut 7 en aðrir minna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband