Barna- og unglingakeppni við Þingeyinga
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013

Í gær fór fram héraðskeppni í skák milli Eyfirðinga og Þingeyinga í Stórutjarnaskóla. Keppendur voru á aldrinum 16 ára og yngri. Bæði lið mættu með 12 keppendur og var þeim skipt í tvo sex manna hópa; reyndir keppendur og minna reyndir keppendur. Keppnisfyrirkomulagið var bændaglíma í hvorum hópi þannig að allir tefldu sex skákir með 10 mín. umhugsunartíma á mann.
Úrslit urðu þau að lið Eyfirðinga, sem saman stóð af 9 keppendum úr SA og 3 úr Valsársskóla vann nokkuð öruggan sigur í hópi keppenda með reynslu. Okkar menn hlutu þar 28 vinninga gegn 8. Mun jafnari keppni var í flokki keppenda með minni keppnisreynslu og réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu umferð. Eyfirðingar höfðu betur og fengu 19 vinninga en Þingeyingar 17.
Í hópi reynslumeiri keppenda fóru leikar þannig að Andri Freyr Björgvinsson vann allar sínar skákir. Hinn ungi Óliver Ísak fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum og Tinna Ósk og Sævar Gylfason hlutu 5 vinninga. Í hópi Þingeyinga stóð Hlynur Snær Viðarsson sig best og fékk 4,5 vinninga eða rúmlega 56% vinninga heimamanna.
Óliver var ekki sáttur við árangur Andra þrátt fyrir að Andri færi með sigur af hólmi í öllum sínum skákum. Honum fannst að Andri hefði átt að vera fljótari að vinna!
Í hinni jöfnu keppni reynsluminni keppenda stóð Þingeyingurinn Jakbu Statkiewicz sig best og hlaut 5,5 vinninga. Í liði Eyfirðinga hlutu allir yngri keppendurnir 3 vinninga nema Hafdís sem hlaut fjóra vinninga.
Árangur einstakra keppenda var sem hér segir:
Eyfirðingar
Andri 6 vinningar af 6 mögulegum.
Tinna 5
Oliver 5,5
Magnús 3
Guðmundur 3,5
Sævar 5
Ragnar 3
Þorri 3
Hafdís 4
Gabríel 3
Ísak 3
Auðunn 3
Þingeyingar
Hlynur 4,5
Valur 2
Bjarni 1
Ari 0,5
Jón 0
Helgi 0
Ásgeir 2
Eyþór 4
Jakbu 5,5
Arnar 2
Bjössi 1,5
Kristján og Hafþór 0
Keppnin var drengileg og öllum krökkunum til sóma.
Hjörleifur Halldórsson, Sigurður Arnarson og Hermann Aðalsteinsson voru mótsstjórar.
Hér með þökkum við Hermanni alsherjargoða fyrir hans þátt í mótinu og er það von okkar að þetta verði árlegt mót hér eftir.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 20.2.2013 kl. 17:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.