Minningarmót um Jón Ingimarsson 26-28. apríl 2013
Miđvikudagur, 6. febrúar 2013
Í dag, 6. febrúar, eru 100 ár liđin frá fćđingu Jóns Ingimarssonar skákmeistara og verkalýđsfrömuđar. Jón gekk í Skákfélag Akureyrar áriđ 1931 og var fyrst kjörinn í stjórn ţess áriđ 1936. Hann var um árabil ein helsta driffjöđrin í starfi félagsins og lengi formađur ţess. Áriđ 1973 gerđi félagiđ hann ađ heiđursfélaga. Í nokkur ár sat Jón í stjórn Skáksambands Íslands. Hann tefldi á skákmótum í hálfa öld, allt frá ţví á árinu 1931 og ţar til stuttu áđur en hann lést áriđ 1981. M.a. tefldi hann í landsliđflokki á Skákţingi Íslands og á Norđurlandamóti. Hann varđ skákmeistari Norđlendinga áriđ 1961.
Jón lagđi gjörva hönd á margt fleira á sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Iđju, félags verksmiđjufólks á Akureyri og var formađur félagsins frá 1946 til dauđadags, alls í 35 ár. Ţá sat hann í bćjarstjórn Akureyrar í 8 ár og starfađi lengi međ Leikfélagi Akureyrar, svo nokkuđ sé nefnt.
Í aldarminningu Jóns mun Skákfélag Akureyrar og verkalýđsfélagiđ Eining-Iđja í samvinnu viđ Ingimar Jónsson halda veglegt skákmót dagana 26-28. apríl nk.
Á mótinu verđa tefldar 10 mínútna skákir, alls 17-21 umferđ, eftir fjölda ţátttakenda. Veitt verđa peningaverđlaun fyrir efstu sćtin á mótinu, heildarverđlaun sem nćst 120 ţúsund kr. Teflt verđur í Alţýđuhúsinu viđ Skipagötu.
Dagskrá mótsins verđur sem hér segir (međ fyrirvara um minniháttar breytingar, s.s. fjölda umferđa):
- Föstudagur 26. apríl kl. 19.30 Mótsetning, ávarp og stutt erindi um skákferil Jóns. 1-4. umferđ.
- Laugardagur 27. apríl kl. 11.00 5-14.umferđ.
- Sunnudagur 28. apríl kl. 11.00 15-21.umferđ.
Öllum er heimil ţátttaka í mótinu og vonast mótshaldarar til ţess ađ hún verđi sem best. Ţeir skákmenn sem voru samtímis Jóni og öttu kappi viđ hann viđ skákborđiđ eru sérstaklega bođnir velkomnir.
Hćgt er ađ skrá ţátttöku hjá formanni Skákfélagsins á netfangiđ askell@simnet.is.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 7.2.2013 kl. 17:01 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.