Ótímabær uppgjöf
Þriðjudagur, 1. janúar 2013
Fimmtudaginn 3. janúar verður fyrsti skákfyrirlestur ársins 2013 hjá Skákfélaginu. Fyrirlesturinn verður tvískiptur. Í fyrri hlutanum verður farið yfir nokkrar stöður þar sem sá sem er með unnið áttar sig ekki á því og gefur. Þarna verða sýndar nokkrar glæsilegar fléttur sem eiga það sameiginlegt að ganga ekki upp þótt þær hafi dugað til sigurs! Í seinni hlutanum verður farið yfir skákir þar sem sá sem er með verri stöðu neitar að gefast upp og tekst að snúa taflinu sér í vil. Sannast á þessum skákum hið fornkveðna að enginn vinnur skák með því að gefa hana.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.