Komin á kreik á ný!
Föstudagur, 28. desember 2012
Heimasíđan okkar hefur veriđ óvirk um tíma vegna misskilnings. Nú er máliđ leyst og hún orđin virk á ný.
Ţađ sem gerđist markverđast á ţeim tíma sem hún lá í dvala var velheppnuđ uppskeruhátíđ ţann 16. september, ţar sem m.a. voru veitt verđlaun fyrir Mótaröđina (1. Jón Kristinn, 2. Sigurđur Arnarson, 3. Sigurđur Eiríksson), fyrir mánađarleg 15 mín. mót (Tómas Veigar 2, Sigurđar eitt mót hvor) og Atskákmót Akureyrar (1. Tómas Veigar, 2. Áskell, 3. Hjörleifur).
Hátíđin hófst reyndar á ţví ađ ţeir Jón Kristinn og Andri Freyr tefldu einvígi um sigurinn á haustmóti yngri flokka, en ţeir urđu jafnir í efsta sćti á ţví móti á dögunum. Jón Kristinn vann einvígiđ 2-0 og er ţví skákmeistari félagsins í yngri flokkum 2012. Annars veitt verđlaun í ţremur flokkum á ţessu móti:
14-15 ára: 1. Andri Freyr Björgvinsson, 2. Ađalsteinn Leifsson
12-13 ára: 1. Jón Kristinn Ţorgeirsson, 2. Tinna Ósk Rúnarsdóttir, 3. Benedikt Stefánsson
11 ára og yngri: 1. Óliver Ísak Ólason, 2. Tumi Einarsson, 3. Guđbjartur Daníelsson
Svo voru veitt verđlaun fyrir besta ástundun á ćfingum nú í haust og hlutu ţau Jón Kristinn í framhaldsflokki og Ísak Svavarsson í almennum flokki.
Allt fór ţetta prýđilega fram.
Í gćr, 27. desember tók Jón Kristinn Ţorgeirsson svo á móti viđurkenningu íţróttaráđs fyrir tvo Íslandsmeistaratitla; sigurinn í yngri flokki í skólaskák í maí og á Íslandsmóti í piltaflokki (13 ára og yngri) í nóvember.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.