Skylduleikjamót
Laugardagur, 24. nóvember 2012
Á morgun, sunnudag kl. 13, verður skylduleikjamót með umhugsunartímanum 5 mín + 3 sek á leik, háð í skákheimilinu. Þemað að þessu sinni verður hraðskákir heimsmeistara, en áherzla verður lögð á hraðskákir Tigran Petrosian sem var þekktur fyrir allt annað en að tefla hratt.
Petrosian var heimsmeistari á árunum 1963-69, en þá tapaði hann einvígi fyrir Boris Spassky. Hugsanlega verður farið lauslega yfir feril Petrosian, en hann var m.a. þekktur fyrir að vera heyrnarlaus götusópari og bezti vinur Korchoi.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.