Gull, silfur og brons! Jón Kristinn Íslandsmeistari!
Sunnudagur, 11. nóvember 2012
Unglingarnir okkar voru svo sannarlega ađ gera garđinn frćgan í höfuđborginni nú um helgina. Ţá fór ţar fram unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri), auk Íslandsmóta í drengja- og stúlknaflokki (15 ára og yngri) og í pilta- og telpnaflokki (13 ára og yngri). Í elsta flokknum átti Mikael Jóhann Karlsson
titil ađ verja frá í fyrra, en átti nú viđ ramman reip ađ draga ţađ sem alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson var. Sá vann allar sínar skákir en Mikael hreppti annađ sćtiđ af miklu öryggi. Öll nánari úrslit má sjá hér.
Viđ áttum ekki keppanda í 15 ára flokknum í ár, en í flokki 13 ára og yngri voru ţeir Símon Ţórhallsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson í toppbaráttunni allan tímann. Símon vann innbyrđis skák ţeirra í 3. umferđ og var ađeins hársbreidd frá ţví ađ vinna titilinn ţegar hann var međ gjörunniđ tafl gegn Hilmi Frey Heimissyni í lokaumferđinni, en missté sig í tímahraki og tapađi. Mikiđ áfall fyrir Símon sem ţarna var nálćgt ţví ađ landa sínum fyrsta stóra titli. Hann bar sig ţó karlmannlega og fagnađi bronsverđlaununum í flokknum. Međ úrslitunum í skák hans og Hilmis varđ sá síđarnefndi jafn Jóni Kristni í efsta sćti og tefldu ţeir einvígi um titilinn sem okkar mađur vann örugglega 1,5-0,5. Jón átti gott mót og vann alla sigra sína af öryggi. Ţeir vopnabrćđur munu vćntanlega eiga ađra glímu um Íslandsmeistaratitilinn í 15 ára flokknum ađ ári. Nánar um keppnina á skák.is og öll úrslit hér.
Viđ Skákfélagsmenn óskum ţessum frćknu ungliđum okkar til hamingju međ glćsilegan árangur á mótinu og erum öll ákaflega stolt af ţeim félögum.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.