Stundarfjórðungsmót
Sunnudagur, 11. nóvember 2012
Í dag fór fram skákmót í húsakynnum Skákfélagsins. Umhugsunartími á hverja skák var 15 mínútur á mann. 9 keppendur voru skráðir til leiks og var keppnin bæði jöfn og spennandi. Lokastaðan varð sú að Sigurður Arnarson sigraði með 7 vinninga af 8 mögulegum. Hann tapaði aðeins fyrir Sigurði Eiríkssyni, sem endaði í 2. Sæti með 6,5 vinninga. Jafnir í 3.-4. sæti urðu Hjörleifur Halldórsson og Haraldur Haraldsson með 5,5 vinninga. Það er sérstakt ánæguefni að sjá Harald nálgast sitt gamla form og var hann t.d. með unnið tafl í höndunum gegn sigurvegara mótsins og hefði eflaust unnið þá skák ef hann væri í betri æfingu.
Í næstu sætum urðu Einar Garðar Hjaltason, Sveinbjörn O. Sigurðsson, Haki Jóhannesson, Ari Friðfinnsson og Einar Guðmundsson.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.