Öðlingamót í Vatnsdal

Í dag lauk öðlingakeppni milli Reykvíkinga og Akureyringa. Eins og í fyrra mættust keppendur á miðri leið því keppt var í Flóðvangi í Vatnsdal. Keppt var á 11 borðum bæði hraðskákir og atskákir. Í gær fór atskákskeppnin fram og höfðu keppendur 15 mínútur til umhugsunar á hverja skák og keppt var í 2 riðlum. Sex keppendur voru í a-riðli og 5 í b-riðli. Leikar fóru svo í a-riðli að Reykvíkingar unnu með 38 vinningum gegn 28. Í a-riðli endaði viðureignin 20½ gegn15½ og í b-riðli 17½ gegn 12½ . Í dag var síðan keppt í hraðskák með bændaglímufyrirkomulagi. Allir Akureyringarnir tefldu við alla Reykvíkingana með 5 mín. umhugsunartíma á skák. Leikar fóru svo að Skákfélagsmenn sigruðu með 62 vinningum gegn 59. Bæði lið gátu því borið höfuðið hátt eftir mótið sem fór í alla staði vel fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband