Gleðilegt sumar!
Fimmtudagur, 19. apríl 2012
Í tilefni sumarkomu verður Skákfélag Akureyrar með fyrirlestur í húsakynnum sínum í íþróttahöllinni í kvöld kl. 20.00. Fyrirlesturinn verður um peðafylkingar á miðborði og kosti og galla við slíkar keðjur. Hugað verður að hvernig árangursríkast er að tefla með slíkar fylkingar og hvernig bregðast skal við þeim. Aðeins neðar á síðunni má sjá 15 skákir sem koma inn á þessar stöðutýpur og verða sumar þeirra skoðaðar í kvöld. Að auki er líklegt að ein eða tvær skákir af Íslandsmótinu fylgi með.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.