Fyrirlestur á sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl verður miðtaflsskákfyrirlestur í húsnæði skákfélagsins. Fjallað verður um hreyfanlegar peðafylkingar á miðborði, hvernig þær nýtast og hvernig ber að ráðast gegn þeim.  Kastljósinu verður beint að mikilvægi þess að halda slíkum peðafylkingum hreyfanlegum en hvorki verður farið út í þá sálma að skoða harðlokaðar stöður eða galopnar. Sigurður Arnarson verður frummælandi og hefur tekið saman nokkrar skákir sem finna má í viðhengi. Samkvæmt venju munu gestir koma með athugasemdir og innlegg eftir því sem þurfa þykir. Ef menn hafa ábendingar um fallegar skákir þar sem þetta þema er ríkjandi má benda téðum Sigurði á þær svo hægt verði að sýna þær á fyrirlestrinum.
Stefnt er að því að fyrirlesturinn gagnist bæði lengra og styttra komnum skákmönnum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Herlegheitin hefjast kl. 20.00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband