Keppni milli kynslóđa
Laugardagur, 14. apríl 2012

Í dag var barna- unglingaćfingamót hjá Skákfélaginu eins og alltaf á laugardögum. Til ađ gera mótiđ skemmtilegara var stillt upp í bćndaglímu ţar sem ungmennin voru í öđru liđinu en gamalreyndir jálkar í hinu liđinu. Í upphafi voru liđin ţannig skipuđ ađ Oliver hinn slyngi, Jón hinn öflugi, Símon hinn velkunnandi og Logi meistari skipuđu yngra liđiđ en Sigurđur A, Bragi, Haki og Ari skipuđu reyndu sveitina.
Fyrst var tefld ein umferđ (allir viđ alla í hinu liđinu) međ tímamörkunum 5 min á skák međ ţriggja sek. seinkun á leik. Ţessi tímamörk gera hinu eldsnögga ungviđi erfiđara fyrir ađ fella jálkana á tíma í jafnteflisstöđum. Ţetta nýttu reynsluboltarnir sér og fóru leikar svo ađ eldra liđiđ hlaut 10,5 vinninga en hiđ yngra 5,5.
Í annarri umferđ var teflt međ hefđbundinn 5 mín. umhugsunartíma og dró ţá saman međ liđunum. ţá var skipt á Sigurđum í liđi eldri skákmanna. S. Eiríksson tók viđ af S. Arnarsyni. Leikar fóru ţannig ađ ţeir eldri hlutu 9 vinninga en hinir yngri 7 vinninga.
Flesta vinninga allra keppanda hlutu Jón Kristinn og Haki Jóhannesson. Ţeir fengu báđir 6 vinninga af 8 mögulegum.
Eftir ţessa hörđu keppni höfđu fćstir fengiđ nóg og var ţví slegiđ upp hrađskákmóti ţar sem allir kepptu viđ alla. Í ţví móti tóku 8 keppendur ţátt og fór svo ađ ţeir nafnar Sigurđur E og Sigurđur A urđu jafnir og efstir međ 5,5 vinninga. Logi varđ ţriđji međ 5 vinninga og Ari Friđfinnsson fékk 4 vinninga en ađrir minna.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:48 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.