Keppni milli kynslóða

IMG 7398

Í dag var barna- unglingaæfingamót hjá Skákfélaginu eins og alltaf á laugardögum. Til að gera mótið skemmtilegara var stillt upp í bændaglímu þar sem ungmennin voru í öðru liðinu en gamalreyndir jálkar í hinu liðinu.  Í upphafi voru liðin þannig skipuð að Oliver hinn slyngi, Jón hinn öflugi, Símon hinn velkunnandi  og Logi meistari skipuðu yngra liðið en Sigurður A, Bragi, Haki og Ari skipuðu reyndu sveitina.


Fyrst var tefld ein umferð (allir við alla í hinu liðinu) með tímamörkunum 5 min á skák með þriggja sek. seinkun á leik. Þessi tímamörk gera hinu eldsnögga ungviði erfiðara fyrir að fella jálkana á tíma í jafnteflisstöðum. Þetta nýttu reynsluboltarnir sér og fóru leikar svo að eldra liðið hlaut 10,5  vinninga en hið yngra 5,5.


Í annarri umferð var teflt með hefðbundinn 5 mín. umhugsunartíma og dró þá saman með liðunum. þá var skipt á Sigurðum í liði eldri skákmanna. S. Eiríksson tók við af S. Arnarsyni. Leikar fóru þannig að þeir eldri hlutu 9 vinninga en hinir yngri 7 vinninga.
Flesta vinninga allra keppanda hlutu  Jón Kristinn og Haki Jóhannesson. Þeir fengu báðir 6 vinninga af 8 mögulegum.


Eftir þessa hörðu keppni höfðu fæstir fengið nóg og var því slegið upp hraðskákmóti þar sem allir kepptu við alla. Í því móti tóku  8 keppendur þátt og fór svo að þeir nafnar Sigurður E og Sigurður A urðu jafnir og efstir með 5,5 vinninga. Logi varð þriðji með 5 vinninga og Ari Friðfinnsson fékk 4 vinninga en aðrir minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband