Firmakeppni 3. umferð
Föstudagur, 13. apríl 2012
Í gær lauk 3. umferð firmakeppninnar í skák. 11 þaulreyndir skákmenn öttu kappi fyrir jafn mörg fyrirtæki og var hart barist. Svo fór að lokum að Höldur (Jón Kristinn Þorgeirsson) hafði sigur með 9 vinninga af 10 mögulegum. Í 2. sæti varð Happdrætti Háskóla Íslands (Sigurður Arnarson) með 8 vinninga og síðan voru þrjú fyrirtæki jöfn með 7 vinninga. Það voru Arionbanki (Sigurður Eiríksson) Vífilfell (Haki Jóhannesson) og Samherji (Tómas Veigar Sigurðsson). Önnur fyrirtæki hlutu færri vinninga en það voru Vörubær (Smári Ólafsson), KPMG (Atli Ben.), Dekkjahöllin (Símon), Kjarnafæði (Bragi), Norðurorka (Logi) og Matur og Mörk (Ari).
Á laugardag verður unglingamót fyrir þá sem æfa skák með Skákfélaginu. Eldri og reyndari skákmenn eru hvattir til að mæta og etja kappi við unglingana svo þeir fái verðuga keppni. Mótið hefst kl. 13 og er öllum heimil þátttaka og er frítt á viðburðinn.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.