Reykjavíkurmótið 2. umferð
Miðvikudagur, 7. mars 2012
Nú er 2 Umferð Reykjavíkurskákmótsins nýlokið og árangur liðsmanna Skákfélags Akureyrar varð sem hér segir.
Stefán Bergsson (2171) tefldi með hvítu við alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2424) og laut í gras. Hann mætir sænskum skákmanni á morgun sem heitir Peter Mozelius (1882).
Mikael Jóhann Karlsson (1884) lagði enska skákmanninn Chris P. Smith (1370) með hvítu mönnunum og mætir hinum þrautreynda Hrafni Loftssyni (2202) á morgun.
Andri Freyr Björgvinsson (1544) gerði jafntefli með svörtu við norska skákmanninn Hans Richard Thjomoe (1926)þ Þetta verða að teljast góð úrslit. Hann etur kappi við annan 1900 stiga mann á morgun, Örn Leó Jóhannsson (1939).
Óskar Long Einarsson (1618) stýrði svörtu mönnunum gegn Bjarna Sæmundssyni (1947) og tapaði. Hann mun kljást við Atla Antonsson (1849) í þriðju umferð.
Stefán Bergsson (2171) tefldi með hvítu við alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2424) og laut í gras. Hann mætir sænskum skákmanni á morgun sem heitir Peter Mozelius (1882).
Mikael Jóhann Karlsson (1884) lagði enska skákmanninn Chris P. Smith (1370) með hvítu mönnunum og mætir hinum þrautreynda Hrafni Loftssyni (2202) á morgun.
Andri Freyr Björgvinsson (1544) gerði jafntefli með svörtu við norska skákmanninn Hans Richard Thjomoe (1926)þ Þetta verða að teljast góð úrslit. Hann etur kappi við annan 1900 stiga mann á morgun, Örn Leó Jóhannsson (1939).
Óskar Long Einarsson (1618) stýrði svörtu mönnunum gegn Bjarna Sæmundssyni (1947) og tapaði. Hann mun kljást við Atla Antonsson (1849) í þriðju umferð.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.