Hróksendatöfl með fjóra hróka á borðinu

Hróksendatöfl með fjóra hróka á borðinu
Fimmtudaginn 16. febrúar verður opið hús í salarkynnum Skákfélags Akureyrar í Íþróttahöllinni. Þar mun Sigurður Arnarson fjalla um hróksendatöfl (og síð-miðtöfl) þar sem hvor keppandi hefur tvo hróka á borðinu.  Slík endatöfl eru um margt lík venjulegum hróksendatöflum en gefa þú fleiri möguleika þar sem tveir hrókar geta sótt að veikleikum af meira afli en einn. Það veldur því að ýmsir taktískir möguleikar skapast og minniháttar frumkvæði skiptir meira máli. Stök peð verða veikari, kóngurinn berskjaldaðri og yfirráð yfir línum og reitaröðum geta skipt meira máli auk þess sem virkni hrókanna skiptir auknu máli þegar þeir geta unnið saman.
Meðal annars verður fjallað um hvenær rétt er að reyna að skipta upp öðru hrókaparinu og hvor græðir á þeim kaupum. Skoðaðar verða stöður þar sem snillingar nýta sér minniháttar frumkvæði og stöður með hróka í 7. himni. Einnig verður litið á hvernig mátþemu geta nýst í hróksendatöflum svo nokkuð sé nefnt.
Byrjað verður á nokkrum dæmigerðum stöðum með ýmsum frægum skákmönnum en síðan verður kastljósinu beint að  Shirov og þó enn frekar að Karpov sem báðir hafa teflt eftirminnileg endatöfl í gegnum tíðina.
Gert er ráð fyrir athugasemdum og spurningum úr sal. Gestir geta spurt út í þau atriði sem eru óljós auk þess sem margir fastagestir eru fróðir um skáksöguna og/eða hugmyndaríkir og þaulreyndir skákmenn. Framlag þeirra gerir umfjöllunina fyllri og betri.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband