Hjörleifur efstur fyrir síðustu umferð

hjorleifur halldorssonTveir efstu menn Skákþingsins, Hjörleifur og Jakob Sævar,  áttust við í 6. umferð í gærkvöldi. Með sigri náði Hjörleifur að tryggja sér hálfs vinnings forskot fyrir síðustu umferð. Aldursforsetinn er nú með 5 vinninga en þeir Smári Ólafsson, sem lagði Símon Þórhallsson að velli og Jón Kristinn, sem sigraði nafna sinn Magnússon, hafa hálfum vinningi minna. Jakob Sævar kemur svo í fjórða sæti með 4 vinninga. Í lokaumferðinni sem tefld verður á sunnudaginn teflir Hjörleifur við Hjört Snæ Jónsson, Smári og Jakob eigast við og Jón Kristinn teflir við Símon.

Í kvöld heldur TM-mótatöðin áfram. Taflið hefst kl. 20 og eru allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband