Miðtaflsfyrirlestur
Mánudagur, 2. janúar 2012
Eins og verið hefur mun Skákfélagið standa fyrir fyrirlestrum fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á nýju ári. Fyrsti fyrirlestur ársins verður fimmtudaginn 6. janúar. Þá mun Sigurður Arnarson fjalla um stök miðborðspeð, kosti þeirra og galla. Hann mun fara yfir nokkrar skákir þar sem stök peð á d-línu eru meginstef. Farið verður yfir hvernig staka peðið getur nýst til að vinna rými í miðtaflinu og hvernig það getur orðið að skotmarki. Sýndar verða nokkrar skákir, m.a. frá sjálfum Karpov. Fyrirlesturinn mun hefjast kl. 20.00 og er aðgangur öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 3.1.2012 kl. 22:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.