Jón Kristinn langfyrstur í mótaröđinni
Föstudagur, 9. desember 2011
Sjöunda og nćstsíđasta (en ekki síđasta eins og einhver jólasveinn skrifađi hér á síđuna í síđustu fćrslu) mótiđ í hinni geysivinsćlu mótaröđ félagsins var tefld í gćrkveldi. Ekkert sást til Kertasníkis, enda mun hann ekki enn vera kominn til byggđa. Engin umrćđa var um félagsgjöld. Hinsvegar tefldu átta vaskir skákvíkingar tvölfalda umferđ. Baráttan stóđ lengst af milli fulltrúa ungu kynslóđarinnar og eins af aldurhningari keppendunum og tókst ţeim gamla ađ merja sigur. Ćskan mun hinsvegar erfa landiđ eins og stađan í mótaröđinni sýnir. En svona fór mótiđ:
1. Áskell Örn Kárason 12 v. af 14
2. Jón Kristinn Ţorgeirsson 11,5
3. Andri Freyr Björgvinsson 8
4. Tómas Veigar Sigurđarson 7,5
5-6. Sigurđar Arnar- og Eiríkssynir 6,5
7. Ari Friđfinnsson 3
8. Logi Rúnar Jónsson 1
Ţegar eitt mót er eftir hefur Jón Kristinn náđ stjarnfrćđilegri forystu og mun tćplega láta hana af hendi ţótt eftir ţví vćri leitađ. Stađan í toppbaráttunni er annars ţessi (samanlagđur fjöldi vinninga í keppninni):
1. Jón Kristinn 69, 2. Sigurđur Arnarson 50, 3. Haki Jóhannesson 39, 4. Sigurđur Eiríksson 35, 5. Áskell Örn 28,5 6. Andri Freyr 28. (Hér vekur sérstaklega athygli hörđ barátta Áskels og Andra um 5. sćtiđ).
Lokamótiđ í röđinn verđur svo háđ nćsta fimmtudag, 15. desember.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.