Haustmót TR

Í gćr lauk 7. umferđ Haustmóts TR en tefldar verđa 9. umferđir. Ţrír af okkar félögum voru í beinni útsendingu í gćr og fengu samtals 2,5 vinninga. http://dl.skaksamband.is/mot/2011/HTR/r7/tfd.htm Eina tap okkar manna var í c-flokki ţar sem ekki eru beinar útsendingar. Gengi okkar manna í mótinu er sem ađ neđan greinir. Í a-flokki eigum viđ 2 keppendur, Stefán Bergsson og Ţór Valtýsson. Stefán vann Ţorvarđ Ólafsson međ svörtu eftir ađ hafa beitt franskri vörn og fórnađ skiptamun í 16. leik. Ţór gerđi jafntefli viđ Davíđ Kjartansson í flókinni og skemmtilegri skák. Stefán er nú í 6. sćti flokksins og Ţór í ţví 9 en ţađ eru einmitt sćtin sem ţeim var skipađ í samkvćmt styrkleikaröđun fyrir mótiđ. Í b-flokki eigum viđ einn keppanda, Mikael Jóhann Karlsson. Hann var 8. stigahćsti keppandinn í flokknum og tapađi sinni fyrstu skák í mótinu en hefur nú teflt 6 skákir í röđ án taps. Ţrjú jafntefli og ţrír sigrar. Ţessi árangur hefur fleytt honum í 2. sćti flokksins og fćrt honum stigahćkkun upp á 17,3 alţjóđleg skákstig. Í gćr ţurfti Örn L. Jóhannsson ađ lúta í gras fyrir Mikka eftir ađ hafa fengiđ betri stöđu út úr byrjuninni. 

Í c-flokki er Óskar Long í 5. sćti međ 3 vinninga en hann var nr.7 á styrkleikalista flokksins. Ţrátt fyrir ţađ hefur hann tapađ 38,7 stigum á mótinu en hann hefur veriđ í mikilli framför ađ undanförnu. Í gćr tapađi hann fyrir Jóni Trausta Harđarsyni.

Enn eru tvćr umferđir eftir og óskum viđ okkar mönnum góđs gengis í mótinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband