Hraðskákkeppni taflfélaga: Sigur í fyrstu umferð
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Skákfélagið dróst á móti Taflfélagi Garðabæjar í 16.liða úrslitum og var teflt í gær í húsakynnum Skákakademíunnar. Eins og kunnugt er fer keppni þessi fram á höfuðborgarsvæðinu og mæðir því mest á þeim félögum okkar sem þar dveljast. Teflt er eftir sk. bændaglímufyrirkomulagi, tvöföld umferð á sex borðum, alls 12 umferðir, 72 skákir.
Hart var barist í gær og viðureignin jöfn framanaf. Eftir 5 umferðir höfðu Garðbæingar eins vinnings forystu, 15,5-14,5, en þá spýttu menn í lófa svo um munaði og unnu næstu þrjár með yfirburðum 14-4. Síðan var siglt hægum byr til hafnar og lauk viðureigninni með 10 vinninga sigri svellkaldra norðanmanna 41-31.
Vinningar skiptust svona (allir tefldu 12 skákir):
Halldór Brynjar 10
Stefán Bergsson 8,5
Gylfi og Jón Þ. Þór 8
Sigurjón 4
Þór 2,5
Í 8 liða úrslitum mun félagið etja kappi við sigurvegara í viðureign Máta og TR sem fer fram í kvöld.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.