Íslandsmót skákfélaga 2010-2011 - Pistill formanns

Skakfelag_Akureyrar_web

Ađ venju voru ţrjár síđustu umferđir mótsins tefldar fyrstu helgina í mars og var mótsstađurinn Rimaskóli í Reykjavík, eins og veriđ hefur undanfarin ár.  Skákfélagiđ mćtti til leiks í haust međ fjórar sveitir, a-sveit í 1. deild, b- og c- sveitir í 3. deild og d-sveit í 4. deild. Var c-sveitin skipuđ reynslumiklum mönnum sem a.m.k. hafa náđ sextugsaldri og en d-sveitin yngissveinum ađ mestu, framtíđarmönnum félagsins. Fyrirfram mátti gera ráđ fyrir ađ a-sveitin yrđi í basli međ ađ halda sér í hópi hinna bestu, enda tefldu margar sveitir í 1. deild fram öflugum stórmeisturum, allt niđur á 5. og 6. borđ. Ţá stóđu vonir til ţess ađ b-sveitin blandađi sér í toppbaráttu 3. deildar.

Keppendur héđan ađ norđan fóru suđur á tveimur bílum upp úr hádeginu á föstudag 4. mars og komust klakklaust til höfuđborgarinnar, ţótt aksturslag a.m.k. annars bílstjórans hafi ţótt ámćlisvert af sveitamönnum sem voru á suđurleiđ á sama tíma. Nokkrir höfđu svo komiđ sér suđur á eigin vegum, en alls komu 19 keppendur ađ norđan á mótiđ, en sveitirnar voru styrktar af nokkrum félögum okkar sem búsettir eru á suđvesturhorninu.   Eins og undanfarin ár komu til liđs viđ okkur tveir félagsmenn danskrar ćttar, ţeir Thorbjörn Bromann og Jacob Carstensen og telfdu ţeir á 1. og 2. borđi í a-sveitinni og skiluđu hlutverki sínu međ sóma. Ţvert á ýmsar spár um hraklegt gengi a-sveitarinnar reyndist henni fremur auđvelt ađ halda sér uppi. Eftir ađ sigur vannst á TR-ingum í 5. umferđ á föstudagskvöldiđ var biliđ milli okkar og KR-inga og Hauka orđiđ of breitt til ađ brúa og raunar mátti ekki miklu muna ađ sveitin nćđi ađ hreppa 5. sćtiđ.

Vonir b-sveitunga ađ komast upp um deild dofnuđu mjög viđ tap gegn feikisterkri sveit Gođans, (sem einvörđungu var skipuđ skákmönnum af suđvesturhorninu) og urđu ađ engu ţegar nćsta viđureign tapađist líka.  Öldungasveitin var međ falldrauginn á hćlunum, en mikilvćgur sigur í nćstsíđustu umferđ nćgđi ţeim til ađ sleppa viđ fall og er ekki ađ efa ađ ţeir lávarđarnir mćta tvíelfdir til leiks nćsta haust. Bestur árangri okkar manna í umferđunum ţremur náđu hinsvegar ungu mennirnir í d-sveitinni, sem höfđu betur í öllum ţremur viđureignum sínum og hífđu sig uppfyrir miđja deild. Ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson, Hjörtur Snćr Jónsson og Logi Rúnar Jónsson, allt liđsmenn í d-sveit, náđu bestum árangri félagsmanna í ţetta sinn, fengu 2,5 vinning í skákunum ţremur. Ţá spreytti einn nýliđi sig međ félaginu, Friđrik Jóhann Baldvinsson, sem kom inn á 6. borđ í d-sveitinni og vann ţar sinn fyrsta sigur í kappskák á ćvinni.  Viđ hljótum ţví ađ mega vćnta mikils af ţessum ungu mönnum á nćstu árum.

Ađ samanlögđu má segja ađ árangur Skákfélagsins hafi veriđ ađ vonum í ţetta sinn og hlýtur stefnan á nćsta ári ađ vera sett á ađ eiga áfram sveit í deild hinna bestu og ađ reyna ađ koma b-sveitinni upp um deild. Ţá er unglingasveitin til alls vís međ sama áframhaldi.

Lokastöđuna í mótinu má nálgast hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband