Sigurður Eiríksson sigraði á skylduleikjamóti
Föstudagur, 25. febrúar 2011
Í gær fór fram skylduleikjamót hjá félaginu. Átta skákmenn mættu til leiks og tefldu einfalda umferð, allir við alla með 10 mínútna umhugsunartíma.
Sá háttur var hafður á að í hverri umferð tefldu keppendur stöðu úr heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spassky, sjö stöður í heildina.
Sigurður Eiríksson hefur að líkindum fylgst náið með framvindu einvígisins ef marka má niðurstöðuna, en hann hafði tryggt sér sigurinn þegar einni umferð var ólokið. Ungstirnið Jón Kristinn Þorgeirsson tryggði sér annað sætið með því að leggja Sigurð að velli í lokaumferðinni. Tómas Veigar var þriðji.
Lokastaða efstu manna:
Sigurður Eiríksson 6
Jón Kristinn Þorgeirsson 5
Tómas Veigar Sigurðarson 4½
Sigurður Arnarson 4
Ari Friðfinnsson 3½
Haki Jóhannesson 3
| Skylduleikjamót |
| 24.2.2011 |
|
|
| ||||
|
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | Samtals |
1 | Ari Friðfinnsson |
| ½ | 1 | 0 | 0 | 0 | 1 | 1 | 3½ |
2 | Haki Jóhannesson | ½ |
| 1 | 0 | 0 | 0 | 1 | ½ | 3 |
3 | Bragi Pálmason | 0 | 0 |
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Jón Kristinn | 1 | 1 | 1 |
| 0 | 1 | 1 | 0 | 5 |
5 | Tómas Veigar | 1 | 1 | 1 | 1 |
| 0 | 0 | ½ | 4½ |
6 | Sigurður Eiríksson | 1 | 1 | 1 | 0 | 1 |
| 1 | 1 | 6 |
7 | Atli Benediktsson | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | 0 |
| 0 | 2 |
8 | Sigurður Arnarson | 0 | ½ | 1 | 1 | ½ | 0 | 1 |
| 4 |
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.