Haustmót barna og unglinga:
Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Mikael Jóhann, Jón Kristinnog Guðmundur Aron meistarar
Í gær laukhaustmóti barna og unglinga. Keppt var í þremur aldursflokkum; 9 ára og yngri, 12 áraog yngri og 15 ára og yngri. Þátttakendur voru alls sextán og telfdu í einum flokki, 7 umferðir eftirMonrad-kerfi.
Eins og búast mátti við voru keppendur í elsta aldursflokknum í forystuallt mótið, ásamt Jóni Kristni, sem einnig gat unnið til verðlauna í 12 áraflokknum. Til tíðinda dró strax í 3. umferð, þegar Jón bar sigurorð af MikaelJóhanni, eftir að sá síðarnefndi lék illa af sér í endatafli þar sem hann áttigóða sigurmöguleika. Þeir Jón Kristinnog Hjörtur Snær Jónsson voru þá einir efstir með fullt hús og tók Hjörturforystuna með því að leggja Jón nokkuð örugglega að velli í innbyrðis skákþeirra. Hann var því einn efstur al lokum 4 skákum, en tapaði í næstu umferð fyrir Mikael ogmissti flugið í lokin. Það fór því svo að tveir stigahæstu keppendurnir ognýbakaðir Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum, Jón Kristinn Þorgeirsson ogMikael Jóhann Karlsson, urðu efstir og jafnir á mótinu, en í stigaútreikingihafði Mikael hálfu stigi meira og hreppti titilinn skákmeistari SkákfélagsAkureyrar í unglingaflokki. Þeir Andri Freyr Björgvinsson og Logi Rúnar Jónssonurður jafnir að vinningum í 3. sæti með 4½ vinning en Andri hreppti bronsið ástigum.
Jón Kristinn var svo langefstur í 12 ára flokknum, en þeir Guðmundur AronGuðmundsson og Gunnar Aðalgeir Arason fengu 3½ vinning í 2-3. sæti. Enn vargripið til stigaútreiknings og þar hafði Guðmundur betur og hreppti silfrið.Fjórði í þessum flokki varð Jón Stefán Þorvarsson með 3 vinninga.
Þar sem þeir Guðmundur Aron og Gunnar Aðalgeir eru báðir fæddir 2001, voruþeir einnig að tefla um meistaratitilinn í yngsta flokknum og þar færði samistigaútreikingur Guðmundi fyrsta sætið og meistaratitilinn, Gunnar hrepptisilfrið og bronsið fékk Hjálmar Jón Pjetursson.
Röð efstu manna(allir aldursflokkar):
vinn. stig f.ár
1. Mikael JóhannKarlsson 6 v. 23 1995
2. Jón KristinnÞorgeirsson 6 22,5 1999
3. Andri FreyrBjörgvinsson 4½ 24,5 1997
4. Logi RúnarJónsson 4½ 22,5 1996
5. Hjörtur SnærJónsson 4 1996
6. Hersteinn B.Heiðarsson 4 1996
7. Erik SnærElefsen 4 1997
8. Friðrik Jóh.Baldvinsson 4 1997
9. Guðm. AronGuðmundss. 3½ 18,5 2001
10. Gunnar A.Arason 3½ 17,5 2001
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Barna og unglingaskák, Haustmót, Meistarar SA | Breytt 19.11.2010 kl. 10:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.