Sigurður Arnarson heldur fyrirlestur fimmtudaginn 4. nóvember
Laugardagur, 30. október 2010

Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar eru haldnir fyrirlestrar í húsakynnum Skákfélags Akureyrar. Fyrsta fimmtudag nóvembermánaðar (4. nóvember) verður fjallað um flugeldasýningar í endatöflum Alexei Shirov. Í leiðinni verður farið í nokkur mikilvæg atriði í endatöflum en sjónunum verður fyrst og fremst beint að óvæntum fléttum í endatöflum. Allar skákir kvöldsins eru tefldar af Shirov. Í einni þeirra er hann fórnarlamb en hinar vinnur hann laglega.
Fyrirlesturinn heldur Sigurður Arnarson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.