Skákfélag Akureyrar 90 ára.

Skákfélag Akureyrar fagnađi ţann 10. febrúar 90 ára afmćli sínu en félagiđ var stofnađ 10. febrúar 1919. Ýmislegt var gert til hátíđarbrigđa vegna ţessara tímamóta. Klukkan 17.00 var opiđ hús í skákmiđstöđ félagsins í suđurenda Íţróttahallarinnar  og var m.a. bođiđ uppá  

veitingar, en alls komu á sjöunda tug gesta. Nú á ţessum degi  var undirritađur samningur viđ Akureyrarbć um skákţjálfun barna og unglinga undir heitinu „Ćskan ađ tafli".

Í samningunum felst ađ Skákfélagiđ mun sjá um skákţjálfun barna og unglinga á Akureyri og bćjarfélagiđ útvega félaginu nauđsynlega ađstöđu og rekstrarstyrk. KEA kemur einnig ađ verkefninu „Ćskan ađ tafli" međ myndarlegum styrk og félagiđ vonast til ţess ađ fleiri styrktarađilar bćtist í hópinn á afmćlisárinu.

Međ „Ćskunni ađ tafli" leggur Skákfélagiđ áherslu á ađ grunnskólanemendur á Akureyri fái ađ kynnast skáklistinni og gefist kostur á ađ ţjálfa hćfileika sína á skáksviđinu. Félagiđ mun leggja áherslu á ţjálfun fyrir jafnt skemmra sem lengra komna og auđvelda ţeim iđkendum sem skara fram úr ađ reyna sig viđ jafnaldra sína annars stađar á landinu. Markmiđiđ er ađ Akureyringar eigi áfram Íslandsmeistara í barna- og unglingaflokkum og geti sent sigurstranglegar sveitir til keppni á Íslandsmóti barna- og grunnskólasveita.

Félagiđ hefur lengi haldiđ uppi öfl  ugri  barna- og unglingastarfi og á síđustu tíu árum  hafa 24 orđiđ Íslandsmeistarar, hvort ţađ sé í liđakeppni eđa einstaklingskeppni. Íslandsmeistaratitill hefur unnist á hverju ári síđustu fjögur ár, nú síđast í byrjun janúar sl. Jón Kristinn Ţorgeirsson í barnaflokki.

Á ţessum degi var Haraldi Ólafssyni gerđur ađ heiđursfélaga Skákfélags Akureyrar, en hann hefur m.a. setiđ í stjórn félagsins á annan áratug, veriđ skákstjóri í mörg ár og hefur teflft í fjölmörgum mótum félagsins í áratugi. Haraldur verđur áttrćđur síđar á árinu. 

Mynd: Gylfi Ţórhallsson, formađur Skákfélags Akureyrar, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bćjarstjóri, undirrita samninginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband