Keppnisferð til Ameríku 2008
Fimmtudagur, 16. september 2010
Gylfi tefldi í flokki 2300 stig og minna og var fyrir mótið í 38 sæti á stigalistanum. Gylfi vann fimm fyrstu skákirnar, jafntefli í 6. umferð og tap í 7. umferð og hafnaði í 3. -6. sæti með 5,5 vinning en varð efstur á stigum eftir útreikning, en annars voru keppendur raðaðir eftir elo stigum í lok móts. Alls voru 95 keppendur í flokknum. Ulker tefldi í flokknum 1500 stig og minna og var stigalægst í flokkum, og var með 2,5 v. eftir fjórar umferðir, en mjög slysalegt tap í 6.umferð, (með gjörunnið tafl, mát í 3. leik en féll á tíma.) gerði voni hennar um verðlaunasæti að engu, og hún náði sér ekki á strik í síðustu umferð og tapaði. Ulker hlaut 2,5 v. og hafnaði í 68. - 77. sæti af 102 keppendum sem voru í flokknum hennar. Árangur Gylfa og Ulker er góður lentu mun ofar í mótinu en stiginn þeirra gáfu til kynna
Meginflokkur: Fréttir | Aukaflokkar: Skákmót erlendis, Úrslit | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.