Keppnisferð til Ameríku 2008

 Gylfi Þórhallsson og Ulker Gasanova lagði land undir fót þann 21. maí frá Keflavíkurflugvelli og eftir sex tíma flug með Icelandair var lent í Toronto í Kanada rúmlega  kl. 19.00 um kvöldið.   Það var ákveðið að gista á hóteli nágrenni flugvallarins, vegna þess að þau þurftu að mæta fljót upp úr kl. sex um morguninn vegna flugs til Milwakee í Bandaríkjunum. En það var búið að bjóða okkur gistingu í heimahúsi, skyldfólk Gylfa bjó þar en þau gistu þar  í bakaleiðinni. Hagkvæmast var að fljúga á þessum tíma til Milwakee með Air Canada og taka bíl til Chicago, nánar tiltekið að hótelinu The Westin Chicago North Shore fjögrra stjörnu hótel sem er í norðvestur jaðri Chicago borgar þar var einnig teflt í mjög góðum sal.  Það var tekið skákæfingu fljótlega eftir að var komið á hótelið og aftur daginn eftir, og var farið í m.a. í byrjanir, endatöfl og skoðað skákir.

Gylfi tefldi í flokki 2300 stig og minna og var fyrir mótið í 38 sæti á stigalistanum. Gylfi vann fimm fyrstu skákirnar, jafntefli í 6. umferð og tap í 7. umferð og hafnaði í 3. -6. sæti með 5,5 vinning en varð efstur á stigum eftir útreikning, en annars voru keppendur raðaðir eftir elo stigum í lok móts.   Alls voru 95 keppendur í flokknum. Ulker tefldi í flokknum 1500 stig og minna og var stigalægst í flokkum, og var með 2,5 v. eftir fjórar umferðir, en mjög slysalegt tap í 6.umferð, (með gjörunnið tafl, mát í 3. leik en féll á tíma.) gerði voni hennar um verðlaunasæti að engu, og hún náði sér ekki á strik í síðustu umferð og tapaði. Ulker hlaut 2,5 v. og hafnaði í 68. - 77. sæti af 102  keppendum sem voru í flokknum hennar.  Árangur Gylfa og Ulker er góður lentu mun ofar í mótinu en stiginn þeirra gáfu til kynna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband