Fundargerđ ađalfundar 2024
Mánudagur, 22. september 2025
Birt hér til kynningar fyrir ađalfundinn í kvöld.
Ađalfundur Skákfélags Akureyrar 26. september 2024
Fundur settur klukkan 20:15
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
Áskell Örn Kárason tilnefnir Sigurđ Eiríksson sem fundarstjóra og Andra Frey Björgvinsson sem fundarritara. Sú tillaga er samţykkt.
- Fundargerđ síđasta ađalfundar kynnt
Fundargerđin liggur fyrir á heimasíđunni og var sett inn áđur en fundur hófst.
- Formađur flytur skýrslu stjórnar
Líkt og međ fundargerđina hefur skýrsla stjórnar ţegar veriđ birt á heimasíđu félagsins. Ţykir formanni óţarfi ađ tíunda um hana á fundinum.
- Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins
Rúnar Sigurpálsson, varaformađur, tekur til máls. Fyrir liggja gögn um fjármál félagsins en hér verđur nefnt nokkuđ af ţví sem tekiđ var sérstaklega fram.
Áriđ markast af ávöxtunarleiđum á eignum félagsins og eru fjármagnstekjur meiri en áđur. Rekstrargjöld drógust saman um u.ţ.b. 600.000 kr. og tekjur drógust saman um u.ţ.b. hálfa milljón. Ástćđa ţess síđarnefnda er Skákţing Norđlendinga. Húsnćđiskostnađur er sambćrilegur fyrra starfsári. Hagnađur S.A. á tímabilinu er 443.957 krónur. Eignir félagsins, áhöld og innbú metin á u.ţ.b. 330.000 kr. Eignir eru samtals 8,2 milljónir, eigiđ fé 7,1 milljón og skuldir 1 milljón. Skuldirnar eru vegna Skákskóla Norđurlands og voru ţćr gerđar upp í sumar. Betri afkoma er af Minningarsjóđnum en áriđ áđur. Hagnađur af honum er í kringum 50.000 kr.
- Umrćđur um störf stjórnar og afgreiđsla reikninga
Reikningar félagsins eru samţykktir međ öllum tilheyrandi atkvćđum. Einn sat hjá vegna ţess ađ hann hafđi ekki atkvćđisrétt.
- Kosning stjórnar og annarra embćttismanna
Rúnar Sigurpálsson stingur upp á Áskeli Erni Kárasyni í embćtti formanns. Áskell er kjörinn formađur viđ lófaklapp. Nýendurkjörinn formađur tilnefnir stjórnarmenn. Rúnar Sigurpálsson, Benedikt Smári Ólafsson, Andri Freyr Björgvinsson, Óskar Jensson, Stefán Steingrímur Bergsson. Ţessi stjórn er kjörin samhljóđa og er skipuđ sömu einstaklingum og starfsáriđ á undan.
- Kosning tveggja endurskođenda
Sveinn Torfi Pálsson og Kári Arnór Kárason endurkjörnir sem endurskođendur. Samţykktir međ lófaklappi.
- Árstillag félagsmanna
Gjaldkeri félagsins leggur til ađ árstillag verđ óbreytt, ţ.e. 7.000 kr. Félagsmenn sem búa utan Akureyrar sem og ţeir sem eru 70 ára og eldri greiđa 3.500 kr. Samţykkt samhljóđa.
Skáksamband Íslands (hér eftir S.Í.) hefur skipt sér af ársgjaldi félaganna og krefur S.Í. nú ţá sem eru 18 ára og eldri, og hafa skákstig, um 6.000 kr. árgjald. Hluti ţess á ađ renna til félags viđkomandi skákmann. Stjórn mun rćđa nćsta skref í ţessum málum ţegar betri upplýsingar fást frá S.Í.
- Umrćđur um lög og keppnisreglur félagsins
Ekki hafa borist neinar tillögur um lagabreytingar.
- Önnur mál
Engin önnur mál voru rćdd en Áskell Örn, formađur, tekur til máls til ađ ljúka fundinum. Hann segir ađ starf félagsins heldur áfram međ hefđbundnu sniđi ţó alltaf séu einhverjar breytingar frá ári til árs. Ţungamiđjan í starfinu er ađ fćrast yfir á unglingastarfiđ.
Fundi slitiđ kl. 20:35.